Eysteinn H Eyjólfson

ID: 20304
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1929

Eysteinn Helgi Eyolfson Mynd IRS

Eysteinn Helgi Þorsteinsson fæddist 6. júní, 1886 í Fljótsbyggð. Drukknaði 22. september, 1929. Eyjólfson vestra.

Maki: 23. nóvember, 1915 Sigurlaug Guðríður Sigurðardóttir f. 10. ágúst, 1894, í Fljótsbyggð. d. 24. september, 1982.

Börn: 1. Stefán Þorsteinn f. í Winnipeg 2. október, 1916 2. Lilja Margaret f. 21. febrúar, 1918 3. Una Sigurrós f. 24. janúar, 1922 4. Eysteinn Helgi f. 31. maí, 1930.

Eysteinn Helgi var sonur Þorsteins Eyjólfssonar og Lilju Hallsdóttir á Hóli í Fljótsbyggð. Sigurlaug var dóttir Sigurðar Jónssonar og Hansínu Jóhannesdóttur, sem vestur fluttu árið 1893. Sigurður lést rétt fyrir aldamótin og varð Hansína að láta yngstu börn sín í fóstur. Eysteinn og Sigurlaug bjuggu í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi.