ID: 5173
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1941

Finnbogi Finnbogason og Agnes Jónatansdóttir. Mynd Hnausa Reflections
Finnbogi Finnbogason fæddist 13. maí, 1853 í Húnavatnssýslu. Dáinn 9. nóvember, 1941
Maki: 19. ágúst, 1878 Agnes Jónatansdóttir f.1855 í Húnavatnssýslu, d. 18. desember, 1928
Börn: 1. Guðfinna f. 19. nóvember, 1879, d. 1. desember, 1911 2. Þorbjörg f. 13. júlí, 1883, d. 3. júní, 1967 3. Andrew (fóstursonur) f. 14. maí, 1891, d. 13. apríl, 1985.
Tveggja ára sonur dó í Nýja Íslandi.
Þau fluttu vestur árið 1883 og fóru fyrst í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Þau bjuggu í Hnausabyggð um tíma en námu svo land í Árnesbyggð árið 1888 og nefndu það Finnbogastaði.
