ID: 18986
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1880
Dánarár : 1957
Frank Sigfinnsson fæddist í Minnesota 20. ágúst, 1880. Dáinn í Kaliforníu 2. maí, 1957. Frank Peterson vestra.
Maki: 11. desember, 1904 Halldóra Jóna Guðjónsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1883, d. 12. apríl, 1918.
Börn: 1. Caroline Solveig f. 19. september, 1905, d. 15. mars, 1935 í Kaliforniu 2. Janette f. 1907 3. Dorothy f. 1909 4. Evelyn f. 1910 5. Joseph Harlan f. 24. desember, 1911 6. Vernon f. 1917 7. Adaline.
Frank ólst upp í Minneota í Minnesota og bjó þar í foreldrahúsi árið 1900. Halldóra flutti vestur með foreldrum sínum, Guðjóni Sigurðssyni og Solveigu Jónsdóttur árið 1887. Þau settust að í Lincoln sýslu í Minnesota. Frank gerðist bóndi í Minnesota en flutti eftir 1920 til Kaliforníu.
