Franklin Eiríksson

ID: 20247
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1965

Franklin Eiríksson fæddist 23. desember, 1891 í Winnipeg. Dáinn 21. júní, 1965 í Vancouver. Franklin Thorsteinson vestra.

Maki: 1918 Halldóra Jónsdóttir f. 19. ágúst, 1895 í Árnessýslu. Halldora Thorsteinson vestra.

Börn: 1. John Arthur f. 1918, d. 1965 2. Louis Harvey 3. Eiríkur (Eric) f. 1922 4. Nettie Doreen.

Franklin var sonur Eiríks Þorsteinssonar og Guðbjargar Eiríksdóttur sem vestur fluttu árið 1887.  Halldóra var dóttir Jóns Jónssonar frá Miðdal í Árnessýslu og konu hans Steinunnar Þorkelsdóttur úr Mosfellssveit. Þau fluttu til Vesturheims árið 1900. Halldóra og Franklin bjuggu lengi í Vancouver í Bresku Kólumbíu.