ID: 20601
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1924

Friðbjörn Halldór Mynd VÍÆ III
Friðbjörn Halldór Gunnlaugsson fæddist í Regina í Saskatchewan 7. ágúst, 1924.
Maki: 21. mars, 1953 Mary Peters, móðir hennar íslensk.
Börn: 1. Marilyn Louise f. 5. febrúar, 1957 2. Carol Ann f. 13. september, 1959 3. Donna Marie f. 19. desember, 1963. Þær allar fæddar í Minnedosa í Minnesota.
Friðbjörn var sonur Olgeirs Gunnlaugssonar og Kristínar Friðbjarnardóttur, landnema í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hann ólst upp í Vatnabyggð og gekk í grunnskóla í Wynyard. Árið 1942 gekk hann í kanadíska flugherinn og var í honum til ársins 1945. Var lestarstjóri hjá C.P.R. lestarfélaginu 1947-1961. Hann bjó með fjölskyldu sinni í Minnedosa í Minnesota.
