ID: 4501
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1933
Friðrik Eggertsson fæddist 18. ágúst, 1864 í Barðastrandarsýslu. Dáinn í Wadena 23. mars, 1933. Fred E. Vatnsdal vestra.
Maki: 1888 Hróðný Björnsdóttir f. N. Múlasýslu árið 1873.
Börn: 1. Þorlákur f. 1889 2. Björn f. 1890, d. 23. október, 1933 3. Eggert Alexander f. 23. febrúar, 1893, d. 1902 4. Soffía (Sophia) f. 1896 5. Walter f. 1898 6. Jóhanna (Anna) f. 8. ágúst, 1900, d. 6. júlí, 1944.
Friðrik flutti vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Eggerti Magnússyni og Soffíu Friðriksdóttur. Þau settust að nærri Mountain í N. Dakota. Hróðný var dóttir Björns Einarssonar og Jóhönnu Jóhannesdóttur sem vestur fluttu til Nýja Íslands árið 1876 og þaðan árið 1880 í Þingvallabyggð í N. Dakota. Þau settust að í Wadena í Saskatchewan eftir aldamótin.
