Friðrik K Kristjánsson

ID: 19525
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Garðarbyggð
Dánarár : 1956

Friðrik Kjartan Kristjánsson fæddist í Garðarbyggð í N. Dakota. Dáinn í Alberta árið 1956.

Maki: Guðlín Þórlaug Guðmundsdóttir f. í Dalasýslu 10. mars, 1886, d. í Alberta árið 1962

Börn: 1. Elín Lilja 2. Kjartan 3. Guðmundur Gordon 4. Friðrik Franklín 5. Lyla.

Friðrik Kjartan var sonur Kristjáns Jónssonar frá Þverá í Eyjafirði og konu hans Guðfinnu Sveinsdóttur úr S. Múlasýslu. Guðlín fór vestur til Kanada árið 1887 með foreldrum sínum, Guðmundi Illugasyni og Elínu Jónsdóttur, landnema í Alberta. Þau bjuggu nálægt Markerville þar sem Guðlín ólst upp og bjó alla tíð.