
Geir Ólafsson Mynd VÍÆ I

Jónína Katrín Timoteusardóttir Mynd VÍÆ I
Geir Ólafsson fæddist í Winnipeg 28. september, 1901. Dáinn þar 2. apríl, 1959. Thorgeirson vestra.
Maki: 23. september, 1939 Jónína Katrín Tímóteusardóttir f. Brownbyggð í Manitoba 30. janúar, 1902. Gudmundson fyrir hjónaband.
Barnlaus.
Geir var sonur Ólafs Þorgeirssonar, prentsmiðjueigandi í Winnipeg og Jakobínu Guðrúnar Jakobsdóttur. Geir ólst upp í borginni og lauk þar miðskólanámi. Stundaði svo verkfræðinám í Manitobaháskóla 1920-1923. Hann vann við járnbrautarlagningu í Vestur Kanada, Alberta og Saskatchewan. Seinn starfaði hann við rafveitur í Austur Kanada. Hann var ráðinn til að teikna stórhýsi í Minneapolis. Sneri seinna í heimahagana og vann í prentsmiðju föður síns, Thorgeirson Company, sem hann seinna eignaðist ásamt Ólafi bróður sínum. Jónína var dóttir Timoteusar Guðmundssonar og Þorbjargar Hallgrímsdóttur.