
Geirfinnur Magnússon Mynd A Century Unfolds
Geirfinnur Magnússon fæddist 2. febrúar, 1885 í Thingvallabyggð í N. Dakota. Dáinn 2. september, 1956 í Árdalsbyggð í Manitoba. Geiri Johnson í Manitoba.
Maki: 1920 Eiríka Gunnarsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu 5. janúar, 1883. Dáin 8. febrúar, 1963 í Árdalsbyggð. Eirikka (Rikka) vestra.
Börn: 1. Oddný Júlía f. 28. febrúar, 1921 2. Magnús Benedikt f. 20. ágúst, 1922 3. Aurora Lily f. 2. júní, 1924 4. Sigurjón Jóhannes Ágúst f. 4. júní 1927.
Geirfinnur ólst upp í Thingvallabyggð í N. Dakota hjá foreldrum sínum, Magnúsi Jónssyni og Oddnýju Jóhannesdóttur. Eiríka flutti vestur til Kanada árið 1900 með foreldrum sínum, Gunnar Guðmundssyni og Veroniku Eiríksdóttur og systkinum. Geirfinnur átti ættingja í Árdalsbyggð í Manitoba og í einni heimsókn þar kynntist hann ekkjunni, Eiríku Gunnarsdóttur. Maður hennar, Benjamín Benjamínsson lést árið 1916 frá konu og þremur börnum. Geirfinnur og Eiríka bjuggu í Árdalsbyggð.
