Gestur Guðmundsson

ID: 19060
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1921

Gestur Guðmundsson, Kristbjörg Jóelsdóttir og synirnir Guðmundur, Guðjón og Einar. Mynd Brot

Gestur Guðmundsson fæddist 3. ágúst, 1876 í S. Múlasýslu. Dáinn 13. janúar, 1921.

Maki: 1901 Kristbjörg Jóelsdóttir fæddist 22. desember, 1870 í Borgarfjarðarsýslu, d. 1952 í Nýja Íslandi.

Börn: 1. Guðmundur f. 1901 2. Guðjón f. 1903 3. Einar f. 1905 4. Gestur 1910 5. Ingigerður f. 1912 6. Guðrún Kristbjörg f. 1915. Kristbjörg átti dóttur fyrir: 1. Hallfríður Jónsdóttir f. 1890 í Borgarfjarðarsýslu.

Gestur flutti vestur með foreldrum sínum, Guðmundi Jónssyni og Ingigerði Einarsdóttur, til Winnipeg í Manitoba árið 1879 og þaðan til Nýja Íslands. Hann bjó lengstum með föður sínum á landi á Sandy Bar í Fljótsbyggð.