Gísli Árnason

ID: 14229
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1924

Gísli Árnason fæddist í S. Múlasýslu 31. ágúst, 1855. Dáinn í Saskatoon árið 1924. Anderson vestra.

Maki: 1. desember, 1878, séra Jón Bjarnason gaf þau saman 1) Guðrún Þorsteinsdóttir f. 1856 í S. Múlasýslu, d. ca. 1882 í N. Dakota 2) 25. október, 1886 Jónína Jónsdóttir f. 1860, dóttir Jóns Björnssonar og Sigurbjargar Oddsdóttur.

Börn: Með Jónínu: 1. Guðrún Þóranna (Annie) f. 31. júlí, 1887 í Winnipeg, d. 1963 2. Árni (Arthur) f. 4. júní, 1889 í Winnipeg, d. 1939 3. Thorne f. 1892 í Prince Albert, Sask. d. 1932 4. Barney f. 1894 í Selkirk, d. 1928 5. Florence f. 12. desember, 1895 í Selkirk 6. Katrín (Katie) Ólafía f. 1897 í Selkirk.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og settust að í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Voru þar stutt og fóru suður til N. Dakota. Árið 1882 kom móðir Gísla, Þórunn Björnsdóttir þangað og systkini hans, Katrín, Sigurður og Þórður. Eftir lát Guðrúnar flutti Gísli til Winnipeg, kvæntist þar aftur og fékk starf við járnbraut í Saskatchewan. Þar var hann einhver ár, mun hafa numið land í Þingvallabyggð árið 1891, ekki langt frá Churchbridge en bjó þar ekki lengi því hann flutti til Selkirk þar sem móðir hans var komin og Sigurður bróðir hans. Árið 1907 flutti hann aftur til Saskatchewan og nam land árið 1910 við Turtle ána ekki langt frá þorpinu Mervin. Þessi staður er alllangt norðvestur af Saskatoon. Þar bjó hann ein tíu ár áður en hann færði sig í fylkinu, nú til Cleeves, enn norðar. Þau hjón enduði í Saskatoon um 1923.