Gísli Björnsson

ID: 3934
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Gísli Björnsson Mynd Dm

Gísli Björnsson fæddist 15. apríl, 1884 í Dalasýslu.

Maki: Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir f. í Brownbyggð í Manitoba.

Börn: upplýsingar vantar

Gísli fór vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Birni Jóhannssyni og Sigurbjörgu Símonardóttur. Þau settust að í N. Dakota þar sem Gísli ólst upp. Árið 1901 flutti fjölskyldan norður í Brownbyggð í Manitoba. Gísli gengdi herþjónustu bjó eftir það í Manitoba og seinna í Vancouver. Jóhanna var dóttir Gunnars Einarssonar frá Fjallaseli í N. Múlasýslu og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur í Brownbyggð .