Gísli J Benediktsson

ID: 6654
Fæðingarár : 1887

Gísli Jakob Benediktsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 15. júlí, 1887.

Maki: 2. september, 1911 Ólína Ingveldur Kristjánsdóttir f. 31. maí, 1880 í Mýrasýslu.

Börn: 1. Bennetta Thelma f. 8. október, 1912, d. 1932 2. Kristín Guðrún f. 4. desember, 1914 3. Aðalheiður Pearl f. 27. janúar, 1916 4. Haraldur Ásgeir Jóhannes f. 29. október, 1926.

Gísli fór til Vesturheims árið 1888 með foreldrum sínum, Benedikt Bjarnasyni og Guðrúnu Gísladóttur. Fjölskyldan settist að á Gimli í Manitoba. Þar kvæntist Gísli Ólínu og bjuggu þau á Gimli. Gísli var fiskimaður og smiður. Hann var áhugasamur um bæjarmál, sat í bæjarráði ein fjögur ár. Ólína sömuleiðis hafði áhuga á málefnum Gimlibúa, var alltaf í kvenfélagi Sambandssafnaðarins á Gimli, forseti þess um skeið.