Gísli Jónsson

ID: 5145
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1924

Gísli Jónsson fæddist í Strandasýslu 10. desember, 1848. Dáinn í Manitoba 14. júní, 1924.

Maki: 1) Anna Einarsdóttir d. um 1890 2) Kristín Jóhannsdóttir úr Snæfellsnessýslu.

Börn: Með Önnu 1. Anna. Með Kristínu 1. Gróa. Gísli átti dóttur, Sigríði f. 1876 með Svanhildi Þórðardóttur, skráð vinnukona og voru þær mæðgur samferða honum vestur. Móðir Gísla, Gróa Daðadóttir var þeim sömuleiðis samferða með níu ár son sinn Daða Jónsson.

Þau fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og voru fyrst í Nýja Íslandi. Þaðan lá leið Gísla til N. Dakota þar sem hann bjó í Mountain. Hann flutti í Mouse River byggðina og bjá þar til ársins 1920 en þá flutti hann í Álftárdalsbyggð.