ID: 19374
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1887
Gísli Konráð Eiríksson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1843. Dáinn í N. Dakota 7. nóvember, 1887.
Maki: Þórvör Jónasdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 29. apríl, 1859. Dáin 4. maí, 1934.
Börn: 1. Sigríður Efemía f. 23. september, 1883, d. 15. júní, 1949 2. Gísli Jónas f. 21. ágúst, 1885, d. 29. nóvember, 1905 3. Konráð Benedikt f. 7. nóvember, 1887.
Gísli flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og fór fyrst til Nýja Íslands. Hann nam land í Thingvallabyggð árið 1880. Þórvör fór vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Jónasi Kortssyni og Margréti Sveinsdóttur og systkinum.
