ID: 18805
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897
Dánarár : 1932

Grace Lillian Gunlogson Mynd FaG

Theodore með Grace litlu. Mynd FaG
Grace Lillian Gunlogson fæddist 30. apríl, 1897 í Clarkfield í Minnesota. Dáin í Ohio 9. ágúst, 1932. Grace Lillian Gunlogson vestra.
Maki: 19. ágúst, 1922 Theodore F. P. Schilling f. 1899, d. 1980.
Börn: Grace Lillian f. 6. ágúst, 1932, d. 24. febrúar, 2017.
Grace Gunlogson var dóttir Sigurðar Gunnlaugssonar og Kristjönu Solveigu Sigbjörnsdóttur í Minnesota. Hún lauk prófi frá menntaskólanum í Clarkfield og innritaðist í Minnesota háskólann og lauk þaðan kennaraprófi 19. júní, 1919. Kenndi víða í Minnesota og Ohio. Lést fáeinum dögum eftir barnsburð.
