Grímur Steingrímsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 9. júní, 1863. Dáinn 23. apríl, 1948 á Betel í Gimli.
Maki: 11. febrúar, 1902 Júlía Isabella Gow f. í Reykjavík 1863.
Börn: Þau áttu ekki börn en Júlía átti tvö börn með fyrri manni, Jóni Einarssyni: 1. Einar f. 1884 2. Kristín Appollína.
Grímur flutti vestur árið 1882 með foreldrum sínum, Steingrími Grímssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Hann fór með þeim til Garðar og Milton í N. Dakota. Hann nam fyrst land í Ramsey County í N. Dakota en flutti þaðan árið 1903 til Alberta. Þar nam hann land norður af Markerville. Seldi jörðina árið 1912 og flutti til Red Deer. Að liðnum nokkrum árum fór hann til Calgary þar sem hann vann í verksmiðju. Júlía átti skoskan föður em móðir hennar var Guðlaug Ásgrímsdóttir úr Skaftafellssýslu.
