ID: 6730
Fæðingarár : 1870

Guðbjörg Ingimundardóttir Mynd VÍÆ I
Guðbjörg Vilhelmína Ingimundardóttir fæddist í Húnavatnssýslu 24. ágúst, 1870.
Maki: 22. ágúst, 1905 Andrés Daníelsson f. 21. desember, 1879 í Húnavatnssýslu, d. 15. september, 1954.
Barnlaus: Tóku tvö kjörbörn 1. Daníel Ingimundur 2. Svava Stefanía.
Guðbjörg flutti til Vesturheims árið 1899, var fyrst í Winnipeg en flutti þaðan ári síðar til Seattle í Washington. Flutti svo nýgift til Blaine og bjó þar síðan. Andrés fór til Vesturheims fyrir aldamót og var fyrst hjá frænda sínum í Poplar Park í Manitoba. Árið 1902 flutti hann til Blaine og fékk þar vinnu í verslun. Eftir nokkur ár opnaði hann sína eigin og réðst seinna í að stofna og reka fasteignasölu.
