Guðbjörg Jónsdóttir fæddist 5. nóvember, 1870 í N. Þingeyjarsýslu. Dáin í Edmonton í Alberta 23. mars, 1944.
Maki: 14. nóvember, 1890 Kristján Ásgeir Benediktsson f. í N. Þingeyjarsýslu 23. ágúst,1861, d. í Gimli 15. desember, 1924.
Börn: 1. Kristján f. 17. ágúst, 1890, fó skömmu eftir komuna til Winnipeg 2. Kristjana Guðlaug 3. Jón 4. Sigtryggur 5. Lois Ásrún 6. Kristín Herborg.
Kristján og Guðbjörg fóru vestur með soninn Kristján árið 1895 og settust að í Winnipeg. Í fyrstu vann Kristján hvað sem til féll en fékk svo starf við Heimskringlu og vann þar í allmörg ár. Hann tók þátt í Fyrri heimstyrjöldinni, slasaðist og sneri aftur til Kanada farinn að heilsu. Bjó sín síðustu ár á Gimli. Guðbjörg flutti seinna til dóttur sinnar í Edmonton í Alberta.
