Guðbjörg Jónsdóttir

ID: 5055
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1954

Guðbjörg Hjaltveig Jónsdóttir fæddist 28. október, 1885 í Strandasýslu. Dáin í Blaine 22. september, 1954. Bertha Johnson vestra.

Maki: Barney Johnson í Blaine, Washington, frekari upplýsingar vantar,

Barnlaus.

Guðbjörg fór vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Sigríði Hjaltadóttur. Samferða þeim vestur var afi hennar, Hjalti Hjaltason, kona hans og börn. Þau fóru öll í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem faðir hennar lést stuttu eftir komuna. Þegar Guðbjörg hafði aldur til fór hún að vinna fyrir sér og flutti til Vancouver. Þar kynntist hún manni sínum.