Guðbjörg Sigurðardóttir

ID: 13907
Fæðingarár : 1885

Guðbjörg Sigurðardóttir Mynd VÍÆ I

Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist á Seyðisfirði í S. Múlasýslu 22. apríl, 1885.

Ógift og barnlaus.

Guðbjörg var dóttir Önnu Guðmundsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar í Björgvin á Seyðisfirði. Sigurður flutti einsamall til Vesturheims árið 1893, skrifaði fáin bréf fyrsta árið en svo hefur aldrei nokkuð til hans spurst. Sumir álíta að hann hafi horfið í gullleit í Alaska. Guðbjörg var hjá móður sinni og bræðrum, þeim Jóni, Sigurði, Guðmundi Berg og Eyvindi á Seyðisfirði til tvítugs. Þá fór fjölskyldan vestur um haf til Winnipeg.

Guðbjörg vann þar í borg alla tíð, mest við afgreiðslu í verslunum.