Guðbrandur Guðbrandsson

ID: 4114
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1943

Guðbrandur Guðbrandsson fæddist 9. október, 1864 í Dalasýslu. Dáinn í Weyburn í Saskatchewan 6. febrúar, 1943.

Ókvæntur og barnlaus

Guðbrandur var samferða systur sinni, Guðbjörgu og hennar manni, Jóni Jónssyni árið 1883 til Winnipeg í Manitoba. Bjó þar einhvern tíma og svo í Argylebyggð. Flutti í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1887 og nam þar land. Bjó alla tíð einn.