ID: 4443
Fæðingarár : 1829
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1896
Guðbrandur Sæmundsson fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1829. Dáinn í Saskatchewan árið 1896.
Maki: Kristbjörg Jónsdóttir f. 1821 í Barðastrandarsýslu, d. 1896.
Börn: 1. Guðrún f. 1853 2. Kristbjörg f. 1858 3. María f. 1863 4. Sigurður f. 1867. Sæmundur átti dóttur, Guðrúnu f. 1851 fyrir hjónaband.
Guðbrandur og Kristbjörg fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1892 með börnum sínum Guðrúnu, Maríu og Sigurði. Kristbjörg dóttir þeirra fór árið áður. Einnig voru samferða þeim hjónum systkinin Eiríkur f. 1817 og Kristín f. 1828. Þau fóru vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan og settust þar að.
