ID: 8518
Fæðingarár : 1896

Guðbrandur Sveinsson Mynd VÍÆ II
Guðbrandur Sveinsson fæddist 2. júlí, 1896 á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu.
Maki: 25. nóvember, 1956 Kristín Þorgerður Jónsdóttir f. 9. október, 1904. Borgfjörð vestra.
Barnlaus.
Guðbrandur var sonur Sveins Ólafssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, bændur í Vatnabyggð. Hann gekk í kanadíska herinn árið 1917 og tók þátt í ýmsum orrustum í Evrópu. Þegar hann kom til baka árið 1919 settist hann að í Hólarbyggð í Vatnabyggðum í Saskatchewan. Hann bjó í Foam Lake. Kristín var dóttir Jóns Jóhannssonar Borgfjörð og Jósefínu Mörtu Bjarnadóttur í Vatnabyggð.