
F.v.: Þorbjörg Kristine, Guðlaug, Marinó Erlendur, Valgerður Jóhanna Jónsdóttir, Guðlaugur, Jón Þorbergur, Guðjón Erlendsson, Margrét, Gústaf Eðvarð og Jóhann. Mynd Laugardalsætt
Guðjón Erlendsson fæddist 30. desember, 1857 í Árnessýslu. Dáinn 28. apríl, 1914 í Big Point í Manitoba.
Maki: 29. september, 1885 Valgerður Jónsdóttir, f. 12. mars, 1866 í Árnessýslu, d. 3. júlí, 1950.
Börn: 1. Gústaf f. 17. mars, 1887 2. Guðlaugur, f. 5. nóvember, 1888 3. Jón Þorbergur, f. 5. nóvember, 1891 4. Marinó Erlendur, f. 2. febrúar, 1895, 5. Guðlaug, f. 26. október, 1897 6. Jóhann, f. 29. apríl, 1901 7. Þorbjörg Kristine, f. 2. mars, 1903, 8. Margrét, f. 7. ágúst, 1906 9. Ragnar f. 11. febrúar, 1907 10. Jón Þorbergur, f. 26. mars, 1908.
Guðjón flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með fjölskyldu sína árið 1899 og fóru þau rakleitt til Ingimundar, bróður Guðjóns í Sandy Bay, vestan við Manitobavatn. Þaðan lá leið þeirra norður á tanga við vatnið sem kallast Bluff. Þar nam Guðjón land og bjó alla tíð.
