ID: 17592
Fæðingarár : 1881
Dánarár : 1950

Guðjón Jónsson Mynd Heims-kringla 2. ágúst, 1950
Guðjón Jónsson fæddist 30. september, 1881 í Hnappadalssýslu. Dáinn í Bellingham í Washington 5. júlí, 1950. Mikael Guðjón vestra.
Maki: 2. júní, 1905 Ástríður Jónsdóttir f. 16. júní, 1877, d. 30. nóvember, 1958 í Blaine.
Börn: 1. Hlífar Gestur f. 4. mars, 1906 2. Margrét Guðný Sigríður f. 13. október, 1909, d. 1931 3. Solveig Aðalheiður f. 12. júlí, 1913, d. 16. mars, 1958.
Guðjón flutti vestur til Winnipeg árið 1900 og vann þar við trésmíðar. Hann flutti til Blaine árið 1908 og var þar bóndi til ársins 1925. Fór þá til Bellingham og bjó þar.
