Guðjóna L Guðnadóttir

ID: 17263
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1986

Guðjóna Lára Guðnadóttir Mynd VÍÆ I

Guðjóna Lára Guðnadóttir fæddist í Lögbergsbyggð í Saskatchewan 8. febrúar, 1891. Dáin 31. janúar, 1986. Lára Sigvaldason vestra.

Maki: 1909 Björn Ingvar Sigvaldason f. í Húnavatnssýslu 17. apríl, 1878, d. 14. júlí, 1947.

Börn: 1. Þórarinn Guðni f. 16. júlí, 1910 2. Ingibjörg Sigrún f. 23. júlí, 1911 3. Anna f. 1, júlí,1912 4. Björn f. 30. ágúst, 1913 5. Ingvar f. 5. september, 1914 6. Guðrún f. 15. ágúst, 1915 7. Lára Guðjóna f. 15. ágúst, 1915 8. Kristjana f. 8. febrúar, 1918 9. Þórdís f. 11. nóvember, 1919 10. Valdína f. 24. apríl, 1921 11. Sigríður Ólöf f. 9. júní, 1923 12. Jónas f. 30. ágúst, 1925 13. Gunnar f. 1. apríl, 1927 14. Jóhannes Einar f. 26. nóvember, 1929 15. Beatrice Lillian f. 13. október, 1931 16. Margrét Elinora f. 2. september, 1933.

Guðjóna Lára var dóttir Guðna Jónssonar og Þóru Jónsdóttur bæði ættuð frá Árnessýslu. Björn fór vestur með foreldrum sínum árið 1883. Þau tóku land í Víðirnesbyggð. Björn fékk kennararéttindi og kenndi um hríð í skóla í Lögbergsbyggð nærri Churchbridge í Saskatchewan. Þar kynntist hann Láru. Þau fluttu í Víðirbyggð árið 1910.