ID: 3274
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1927
Guðlaug Helgadóttir fæddist 26. desember, 1857 í Gullbringusýslu. Dáin 1. nóvember, 1927 í Manitoba.
Maki: Eiríkur Eiríksson f. 28. júlí, 1861 í Mýrasýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 19. febrúar, 1934.
Börn: 1. Herdís f. 30. ágúst, 1886 2. Guðrún f. 14. júlí, 1889 3. Hólmfríður f. 28. febrúar, 1894, d. 26. febrúar, 1935 4. Anna Helga f. 15. maí, 1897.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1890 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Þar nam Eiríkur land árið 1895 og nefndi það Kárastaði af því honum þótti þar fremur vindasamt.
