Guðlaug Jónína Guðbjörnsdóttir fæddist í Winnipeg 22. júní, 1923. Lauga Fjelsted vestra.
Maki: 5. september, 1953 Hermann Jóhannes Fjeldsted f. í Fljótsbyggð í Manitoba 2. maí, 1912, d. 8. febrúar, 1977
Börn: Jo-Ann Kathryn f. 2. júní, 1957.
Guðlaug var dóttir Guðbjörns Jónssonar og Ingibjargar Þorleifsdóttur, Guðbjörn var 5 vikna gamall þegar hann kom til Vesturheims árið 1886 með foreldrum sínum, Jóni Björnssyni og Sólrúnu Jónsdóttur. Ingibjörg var 11 ára þegar hún kom vestur með sínum foreldrum, Þorleifi Sveinssyni og Guðrúnu Eggertsdóttur árið 1904. Hermann var sonur Ásgeirs Þorbergssonar Fjeldsted í Arborg, Manitoba og Ingunnar Guðfinnu Kristjónsdóttur úr Hnausabyggð. Hann gekk í skóla í Arborg, fékk vinnu hjá Sigurdson-Thorvaldson Co. þar og vann þar til ársins 1943. Gekk það ár í kanadíska herinn og var skipaður birgðastjóri. Guðlaug og Hermann fluttu til Winnipeg og bjuggu þar.
