Guðlaug Jónsdóttir

ID: 20011
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898

Guðlaug Jónsdóttir Mynd WtW

Guðlaug María Jónsdóttir fæddist árið 1898 í N. Dakota.

Maki: 1920  Kristján Halldórsson fæddist í Lundar 27. febrúar, 1891. Dáinn í Manitoba 19. september, 1956.

Börn: 1. Roy Oscar f. í Winnipeg árið 1925 2. Doris Guðrún f. 1926 í Lundar.

Guðlaug var dóttir Jóns Eyjólfssonar frá Breiðavaði í N. Múlasýslu og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Þingmúla í S. Múlasýslu. Kristján var sonur Halldórs Halldórssonar og Kristínar Pálsdóttur fluttu til Vesturheims árið 1887 og settust að í Lundarbyggð í Manitoba. Kristján og Guðlaug hófu búskap í Winnipeg, fluttu til Lundar árið 1926 og þaðan til Eriksdale 1927. Þar var Kristján með vélaverkstæði og seldi heimilis- og líftryggingar. Kreppan skall á og þau fengu vinnu í Winnipeg  árið 1930 á skrifstofu tryggingafélagsins. Þar voru þau til ársins 1934, fóru þá heim til Eriksdale þar sem Kristján opnaði að nýju verkstæði sitt. Vann þar til æviloka.