Guðmundína Guðmundsdóttir

ID: 19198
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Saskatchewan

Guðmundína Guðmundsdóttir fæddist í Saskatchewan. Benson vestra.

Maki: Einar Einarsson f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1878, d. í Saskatchewan árið 1943. Olson vestra.

Börn: 1. Jónína 2. Ella 3. Eggert 4. Martin

Einar fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1887. Hann fylgdi þeim til Langenburg í Saskatchewan og þaðan áfram í Þingvallabyggð. Hann var í foreldrahúsum í Russell í Manitoba en flutti þaðan með móður sinni og bróður til Spy Hill byggðar í Saskatchewan árið 1903. Guðmundína var dóttir Guðmundar og Guðrúnar Benson sem settust að í Þingvallabyggð eftir aldamótin. Guðný nokkur Guðmundsdóttir kom vestur til Winnipeg árið 1902, bjó þar í borg einhvern tíma en flutti þaðan í Spy Hill byggð og réðst til Einars sem bústýra. Guðmundína féll frá ung og annaðist Guðný börn Einars sem móðir eftir það.