ID: 20006
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1912

Guðmundína Ólöf Sigurðardóttir Mynd VÍÆ IV
Guðmundína Ólöf Sigurðardóttir fæddist í Saskatchewan 16. október, 1912.
Maki: 1) 4. október, 1935 Thomas Smithen, þau skildu 1936 2) 15. mars, 1968 James C. McCarthy.
Börn: Með fyrri manni 1. Marlo Þór f. 11. maí, 1936.
Guðmundína var dóttir Sigurðar Hafliðasonar og Þórunnar Ólafsdóttur sem vestur fluttu á fyrsta áratug 20. aldar. Þau settust fyrst að í Manitoba, bjuggu svo í Saskatchewan en fluttu vestur til Washington árið 1913. Guðmundína stundaði nám í Cornish Drama Music and Art School í Seattle og Novikoff School of Ballet, einnig í Seattle.
