Guðmundur Björn Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu 17. september, 1863. Dáinn í Winnipeg 31. mars, 1897. Byron Doyle vestra.
Maki: 15. desember, 1891 Snjólaug Jónsdóttir (Sadie Stone) f. 2. janúar, 1870, d. 1944.
Börn: 1. Christiana Solveig f. 7. apríl, 1893 í Winnipeg 2. Jón Albert f. 23. september, 1897, d. barnungur.
Guðmundur flutti vestur til Winnipeg með móður sini, Helgu Aradóttur árið 1883. Hann fór með henni norður í Fljótsbyggð en flutti þaðan til Winnipeg fljótlega. Bjó þar alla tíð. Hann gekk í kanadísku riddaralögregluna, Northwest Mounted Police og mun hafa veri fyrsti ,,útlendingurinn“ þ.e. ekki af breskum uppruna sem fékk þar inngöngu. Hann tók þátt í stríðinu gegn Louis Riel árið 1885 og var stundum kallaður ,,Sóldáta Björn“ eftir það. Hann vann við járnbrautarlagninu og með honum írskur maður sem stakk upp á öðru nafni. Eftir það var Guðmundur alltaf Byron Doyle.
