Guðmundur Bjarnason

ID: 19126
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1896

Guðmundur Bjarnason fæddist í N. Múlasýslu. Dáinn í Lundarbyggð 24. september, 1896. Nordal vestra.

Maki: Guðný Jónsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1856, d. 1952 í Langruth. Seinni maður hennar var Magnús Kaprasíusson.

Börn: 1. Jón (John) f. 1890 2. Bjarni f. 1892, d. 26. júní, 1970 3. tvíburar Helgi f. 1. janúar, 1895 4. Einar f. 1. janúar, 1895 5. Guðmundur f. 1897. Með Magnúsi átti Guðný tvær dætur, Karólínu og Sveinbjörgu.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Þau settust að í Lundarbyggð og hófu búskap nærri Álftá og voru með kúabú. Dag einn í September, 1896 sótti Guðmundur kýrnar og þurfti að vaða ískalda ána og blotnaði hressilega. Vann í blautum fötunum lengi dags, lagðist svo veikur seint um kvöld, fékk lungnabólgu og dó. Guðný var með barni þegar þetta var og ól soninn Guðmund snemma árs 1897. Hún neyddist til að bregða búi, koma tveimur sonum sínum í fóstur, þeim Bjarna og Guðmundi. Hina syni sína tók hún með sér til bróður síns sem bjó í Langruth.