Guðmundur E Guðmundsson

ID: 17389
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1957

Guðmundur E Guðmundsson og Guðrún Steingrímsdóttir Mynd Almanak 1918

Guðmundur Elías Guðmundsson fæddist í Árnessýslu 29. apríl, 1867. Dáinn í Washington 29. september, 1957. Goodman vestra.

Maki: 21. október, 1890 Guðrún Steingrímsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 5. október, 1870.

Börn: 1. Elísabet f. 4. nóvember, 1891, dó barnung á Íslandi 2. Matthías f. 29. janúar, 1893 3. Sigrún f. 8. ágúst, 1894 4. Guðmundur f. 30. júlí, 1897 5. Elísabet f. 5. nóvember, 1898, dó barnung 6. Henrietta Elísabet f. 23. september, 1901, d. 25. nóvember, 1952 7. Valtýr f. 10. júlí, 1904 8. Guðrún Dagmar f. 2. maí, 1906 9. Kristín Esther f. 20. júlí, 1907 10. Agnes Ísafold f. 28. febrúar, 1911, 11. Steinunn Jóna f. 4. febrúar, 1915 12. Þórhallur Garðar f. 4. febrúar, 1917.

Fluttu vestur til N. Dakota árið 1900 og bjuggu þar í tvö ár. Fóru þaðan til Winnipegosis í Manitoba árið 1902 en fluttu þaðan árið 1904 í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem þau bjuggu til ársins 1923. Þá fluttu þau til Point Roberts í Washingtonríki og áttu þar heima í 26 ár. Guðmundur bjó síðustu árin sín í Stafholti í Blaine.