Guðmundur Erlendsson

ID: 14045
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar

Stefán Guðmundur Erlendsson fæddist í Vestmannaeyjum 1. september, 1857.

Maki: 17. maí, 1884 Björg Sveinsdóttir f. 11. mars, 1852 í Vestmannaeyjum

Börn: Valgerður Hansdóttir f. 15. apríl, 1881. Dáin 19. desember, 1959. Valgerður var dóttir Bjargar og er skráð Hansdóttir í æsku. Það var seinna leiðrétt og hún fór vestur skráð Kristjánsdóttir.

Þau Stefán og Björg fóru frá Vestmannaeyjum austur á land um 1900. Árið 1901 eru þau á Seyðisfirði. Björg fór vestur árið 1902 með Valgerði sem þá var ekkja með tvö börn. Stefán fór vestur árið 1904 og þá skráður Guðmundur Erlendsson.