Guðmundur Eyjólfsson

ID: 14059
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Guðmundur Eyjólfsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1866. Oleson vestra.

Maki: Gíslína Gísladóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1867.

Börn: Þau áttu sex börn

Guðmundur fór vestur með föður sínum, Eyjólfi Jónssyni og systkinum árið 1878 og ólst upp í Víðinesbyggð í Nýja Íslandi. Guðmundur lærði trésmíði og bjó með fjölskyldu sinni á Victoria Beach í Manitoba. Gíslína fór vestur til Ontario í Kanada með móður sinni, Sigríði Jónsdóttur árið 1874. Þær voru í Kinmount fyrsta árið en fluttu þaðan til Nýja Íslands ári seinna. Sigríður var vinnukona hjá Páli Bjarnasyni, einstæðum föður sem fór vestur með barnahópinn sinn árið 1874