Guðmundur Gíslason

ID: 3888
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Guðmundur Gíslason fæddist 30. september, 1862 í Dalasýslu. Hann var sonur Saura Gísla. Laxdal vestra.

Maki: Halldóra Kristjánsdóttir f. í Árnessýslu árið 1855.

Börn: 1. Sara 2. Þorbjörg 3. Kristrún 4. Jón 5. Hringur.

Guðmundur fór vestur einsamall árið 1888 til Winnipeg í Manitoba þar sem hann bjó einhvern tíma. Þar var Halldóra komin en hún flutti vestur árið 1887. Þau fluttu vestur að Kyrrahafi árið 1892 og voru með fyrstu Íslendingum til að setjast að í Bellingham í Washington. Hann tók þátt í landkönnunarleiðangri á Point Roberts árið 1893 og leist það vel á að hann nam land en hætti svo við flutning þangað vegna heilsuleysis Halldóru.