Guðmundur Gíslason

ID: 5320
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1913

Guðmundur Gíslason fæddist í Húnavantssýslu árið 1861. Dáinn í N. Dakota árið 1913.

Maki: 1879 í Nýja Íslandi Guðrún Björnsdóttir f.1849, d. 5. mars, 1947.

Börn: Þau eignuðust fimm börn, tveir drengir dóu í æsku hin þrjú, Gísli og tvær dætur komust til fullorðinsára, Mrs. J. H. Hallgrimson og Mrs. M. S. Johannesson.

Guðmundur og Guðrún fóru vestur til Kanada með foreldrum sínum frá Borðeyri á gufuskipinu Verona árið 1876. Báðar fjölskyldur settust að í Nýja Íslandi. Þaðan fluttu Guðmundur og Guðrún  til N. Dakota árið 1880 og námu land suðvestur af Mountain í Eyfordbyggð.