Guðmundur Guðlaugsson

ID: 3913
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1934

Guðmundur Kristján  Guðlausson fæddist 17. júní, 1869 í Snæfellsnessýslu. Dáinn í Lundarbyggð árið 1934. Breckman vestra.

Maki: 1897 Jakobína Guðjónsdóttir f. 16. janúar, 1875 í Húnavatnssýslu, d. 1955 í Winnipeg.

Börn: 1. Kristín Sigríður f. 7. júní, 1898 2. Walter Friðrik f. 1899 3. Guðmundur Kristján f. 1901 4. Jakobína Karítas f. 4. september, 1904 5. Sigurlaug Helga d. 1966 6. Guðlaugur Ágúst f. 1908 7. María Emily f. 14. febrúar, 1910 8. Margrét Guðrún f. 10. júlí, 1914. Þau ættleiddu Guðmund Jóhann f. 1892 í Winnipeg, son Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hún var halfsystir Guðmundar en lést í Winnipeg árið 1903. Ennfremur ólu þau upp Thelmu Þórhöllu, dóttur Einars (Eyford) Sigurgeirssonar  og Rannveigar Eiríksdóttur.

Guðmundur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, ekkjunni Karítas Guðmundsdóttur og systkinum árið 1883. Hann bjó í Winnipeg fyrstu árin, seinna í Rosser í Manitoba en settist svo að í Lundarbyggð árið 1901.