Guðmundur Guðmundsson

ID: 6169
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Guðmundur Guðmundsson  fæddist 28. júlí, 1844 í Húnavatnssýslu.

Maki: Sigríður (Sarah) Guðmundsdóttir f. 2. september, 1841

Börn:  1. Margrét Guðrún f. 30. október, 1865 2. Jónas Sigurður  f.1867 3. Guðmundur Halldór f. 1870 4. Róbert Klemens f. 10. febrúar, 1876 í  Kinmount 5. Jóhann Frímann f. 1879 í  Marklandi 6. Raymond f. c1880 í Marklandi  7.  Sigríður (Sarah eða) Sadie f. 1882 í Duluth.

Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og voru í Kinmount fyrsta árið. Fluttu þaðan í Markland í Nova Scotia og nefndu bæ sinn þar Vindhæli. Þaðan fluttu þau til Duluth í Minnesota.