ID: 15027
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1945
Guðmundur Guðmundsson fæddist 7. júlí, 1845 í S. Múlasýslu. Dáinn í Linton, N. Dakota 7. desember, 1945.
Maki: 1889 Elínborg Jónasdóttir Bergmann f. 11. maí, 1858
Börn: 1. Jarþrúður f. 12. október, 1892 2. Margrét f. 1893.
Guðmundur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1882 og bjó þar um hríð. Árið 1885 nam hann land í Akrabyggð í N. Dakota en flutti þaðan árið 1905 og settist að í Vatnabyggð í Saskatchewan. Elínborg fór vestur árið 1887 með föður sínum, Jónasi Bergmann Jónassyni og seinni konu hans, Kristínu Jóhannesdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi.
