Guðmundur Guðmundsson

ID: 15819
Fæðingarár : 1825
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1883

Guðmundur Guðmundsson Mynd FVTV

Guðmundur Guðmundsson fæddist í Rangárvallasýslu 10. mars, 1825. Dáinn 20. september, 1883 í Utah.

Maki: 4. október, 1857 Marie Garff af dönskum ættum f. 9. desember, 1820.

Börn: 1. Abraham 2. Isaac 3. Jacob. Marie átti börn fyrir sem Guðmundur gekk í föðurstað.

Legsteinn Guðmundar í Draper í Utah Mynd FVTV

Guðmundur tók trú Mormóna í Kaupmannahöfn árið 1851. Hann fór vestur um haf þaðan árið 1857 til Salt Lake City í Utah. Marie Garff og hennar maður, Niels Garff voru í hópnum. Hann andaðist á leiðinni. Guðmundur bjó fyrst í Salt Lake City, þá í Draper og loks í Lehi.