Guðmundur Hjartarson

ID: 1350
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Guðmundur Hjartarson fæddist í Árnessýslu árið 1873.

Maki: Sigríður Eiríksdóttir f. 1886 í Árnsessýslu.

Börn: 1. Sigríður f. 1908 2. Hjörtur f. 1909 3. Ólafur f. 1910 4. Eyvindur 5. Eiríkur 6. Bergþóra 7. Guðmundur.

Guðmundur og Sigríður fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba með elstu börn sín þrjú árið 1913. Hann hóf búskap á tanga nokkrum vestan við Steep Rock í Manitoba. Tanginn var kallaður Pioneer Point. Þar var hann með myndarlega kvikfjárrækt en stundaði jafnframt fiskveiðar.