
Guðmundur Jónsson Mynd A Century Unfolds

Guðfinna Ögmundsdóttir Mynd A Century Unfolds
Guðmundur Jónsson var fæddur 8.maí, 1882 í S. Múlasýslu. Dáinn 11. mars, 1959. Tók nafnið Austfjord vestra
Maki: 1906 Guðfinna Ögmundsdóttir f. 29. maí, 1873 í Húnavatnssýslu. Dáin 4. ágúst, 1951.
Börn: 1. Jósefína Kristín (Chrissie) f. 19. nóvember, 1906 2. Margrét f. 19083. Ögmundur Sigurður (Siggi) f. 17. mars, 1917. Dáinn 8. apríl, 2003 4. Jón Ásgeir f. 1915. Dáinn 7.september, 1934.
Guðmundur fór vestur með móður sinni, Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur og Margréti Sigurjónsdóttur, átta ára dóttur Sigurjóns Jónssonar, bróður Guðmundar. Þau fóru í Akrabyggð í N.Dakota fyrsta árið en fluttu 1904 til Nýja Íslands og bjuggu um hríð í Hnausabyggð. Þaðan lá leiðin á Grund í Geysirbyggð, bjuggu í Arborg til 1914 en þá fluttu þau út í Mikley (Hecla) eftir nokkur ár. Fluttu þau til Selkirk 1918 en enduðu á Skógum í Mikley (Hecla) árið 1927.
