ID: 18948
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Kjósarsýsla
Dánarár : 1941
Guðmundur Jónsson fæddist 23. febrúar, 1873 að Laxnesi í Mosfellssveit. Dáinn 5. september, 1941 í Vatnabyggð.
Ókvæntur og barnlaus þegar hann fór vestur.
Flutti vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1901 og settist að hjá Bernharði bróður sínum á eigin landi í Foam Lake.
