ID: 17907
Fæðingarár : 1873
Dánarár : 1952
Guðmundur Magnús Jónsson fæddist 29. maí, 1873 í Húnavatnssýslu. Dáinn 26. október, 1952 í Nýja Íslandi.
Maki: 16. október, 1915 María Einarsdóttir f. í Barðastrandarsýslu 2. janúar, 1886, d. í Geysirbyggð 3. ágúst, 1955.
Börn: með Maríu 1. Jóna Kristín f. 25. júní, 1916 2) Einar Daníel 3. Filippus Franklin 4. Elín Magdalena 5. Lilja Soffía.
María flutti vestur til Kanada á fyrsta áratug 20. aldar. Hún fór til Winnipeg og þaðan til Nýja Íslands. Ekki er ljóst hvenær eða hvar hún kynntist Guðmundi en hann missti fyrri konu sína árið 1911.