Guðmundur Sigurðsson

ID: 1446
Fæðingarár : 1847
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla

Guðmundur Sigurðsson fæddist í Rangárvallasýslu árið 1847. Bætti Haller við nafn sitt.

Maki: Sesselja Jónsdóttir f. 1855 í Árnessýslu.

Guðmundur og Sesselja fóru til Milwaukee í Wisconsin árið 1873 og bjuggu þar fyrsta veturinn. Fluttu í Long Pine í  Brown County í Nebraska vorið 1874. Færðu sig seinna um set og fluttu í næstu sýslu, Rock County og bjuggu vel. Þau eignuðust 12 börn, sex drengi og sex stúlkur sem öll fæddust í Nebraska. Heimildir sögðu árið 1913 að Guðmundur ætti nóg lönd handa börnum sínum öllum. (Almanak 1914)