Guðmundur Sigurðsson

ID: 19410
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : N. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1941

Guðmundur Sigurðsson og Ingunn Sigurðardóttir. Mynd Einkasafn

Guðmundur á bryggjunni í Osland. Mynd Einkasafn

Guðmundur Sigurðsson fæddist í N. Þingeyjarsýslu 8. mars, 1873. George Snidal vestra. Dáinn árið 1941.

Maki: 13. maí, 1911 Ingunn Sigurðardóttir f. 11. maí, 1886 í Rangárvallasýslu, d. 24. apríl, 1976.

Börn: 1. David Sigurður Ingibergur f. 1. mars, 1912 2. Georgina Guðbjörg f. 16. júní, 1915 3. Edgar Thomas f. 27. júlí, 1917

Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1902. Hann fór þaðan til Hallson í N. Dakota og svo í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905. Þar bjó hann til ársins 1911 en þá flutti hann til Winnipeg. Ingunn fór frá Íslandi árið 1910. Þau bjuggu þar í bæ til ársins 1914 og vann Guðmundur við húsbyggingar. Þaðan fluttu þau vestur til Port Clements á Queen Charlotte Islands árið 1914. Þau settust að í nýrri, íslenskri byggð í Osland árið 1919 þar sem Guðmundur opnaði pósthús og nefndi Árós.  Þaðan fóru þau árið 1925 til Prince Rubert þar sem Guðmundur fékk vinnu hjá niðursuðuverksmiðju.