Guðmundur Sigurðsson

ID: 18972
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Guðmundur Sigurðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1836.

Maki: Sigríður Jónsdóttir f. 1850, fór ekki vestur.

Börn: 1. Sigmundur f. 1874 2. Sesselja f. 1877 3. Jóna Sigurlaug f. 1879.

Guðmundur mun hafa farið vestur með Sigmund og Sesselju eftir 1880. Heimildir vestra nefna hvorki konu hans né Jónu Sigurlaugu. Hann var í Pembinabyggð í N. Dakota, flutti þaðan á land í Garðarbyggð þar sem hann bjó fáein ár en sneri aftur í Pembinabyggð og bjó þar síðan.